Spurningar varðandi bílprófið?



Hvenær má ég byrja?

Þú mátt byrja að læra á bíl á 16 ára afmælisdegi þínum.

Hver eru fyrstu skref?

Fyrsta skref er að hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst og ræða við ökukennara.

Síðan er ökuskóli 1 og verklegir ökutímar teknir samhliða.

Hvernig virkar bóklegi hlutinn?

Lengd námskeiða er 25 kennslustundir og er þeim skipt í fyrsta hluta (Ö1), annan hluta (Ö2) og þriðja hluta (Ö3).

Ökuskóla 1 og 2 er hægt að taka á netinu en ökuskóli 3 fer fram í ökugerði stuttu fyrir próf.


Hvernig virkar ökuprófið?

Ökuprófið samanstendur af bókleguprófi, munnlegu prófi og akstursprófi.

Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennaranum en niðurstöður úr því prófi færð þú strax í próflok. Í munnlega prófinu sem tekið er í bílnum áður en farið er í aksturinn er spurt um ýmislegt sem snertir bílinn sjálfan. Í akstursprófinu er ekið um með prófdómara.

Nemandi fær síðan niðurstöður um leið og prófi er lokið.

Hvaða réttindi öðlast ég?

Bílprófið (B-réttindi) gefur þér leyfi á að stjórna bifreið sem vegur allt að 3.500 kg. Farþegafjöldi bifreiðar má ekki fara yfir 8 manns auk ökumanns.

Ennfremur má aka léttu bifhjóli (skellinöðru/vespu) og bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum (t.d. fjórhjóli).

Driving Lessons in English

If you have not mastered Icelandic yet, we can do the lessons in English.

For students who prefer taking their driving lessons in English I can teach the practical part in English. Also, I will direct my English-speaking students to a driving school which offers the theoretical part in English.


Ökukennsla í Mosfellsbæ.jpg

Heyrið í mér með spurningar eða til að panta fyrsta ökutímann.

777 5200 og akamos@simnet.is

Mæli einnig með vef Samgöngustofu þar sem ýmsum spurningum varðandi bílprófið er svarað.

Upplýsingar um ökukennarann má finna neðst á forsíðunni.

 

Umferðarmerkin eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Það getur verið ágætt að renna yfir þau fyrir fyrstu ökutímana. Myndskeiðið hér fyrir neðan fer yfir nokkur þeirra.