Bifhjólapróf.

Sumarið er komið og tími mótorhjólanna er genginn í garð. En fyrst þarf að læra og standast mótorhjólapróf.

Fyrir neðan má sjá yfirlit yfir öll réttindi sem er hægt að fá á mótorhjóli. Flokkarnir eru fjórir á mótorhjólum, frá réttindum á vespu/skellinöðru upp í réttindi á aflmeiri bifhjól.

Stigskipt réttindi á bifhjól

Aflminni mótorhjól

Vespupróf og skellinöðrupróf

AM - réttindi.

Vespa & Skellinaðra.

Aldurslágmark: 15 ára.

Aðili tekur bóklegt nám í ökuskóla 1 og verklega tíma hjá ökukennara.
Mátt hefja bóklegt nám tveimur mánuðum áður en þú verður 15 ára. Réttindin miðast við að aðili megi aka léttu bifhjóli sem er 50cc og undir, í daglegu tali er talað um vespur og skellinöðrur. Þau sem eru með AM - réttindi þurfa ekki að fara í ökuskóla 1 fyrir bílprófið.

Mótorhjólapróf á minni bifhjól

A1 - réttindi

Mótorhjól (125cc og undir)

Aldurslágmark: 17 ára.

Ökunemi með AM eða B réttindi (vespu- eða bílpróf) sleppur við að taka bóklega námskeiðið og fer beint í verklega tíma hjá ökukennara. Ökuneminn fær réttindin að loknu verklegu og bóklegu prófi. Þessi réttindi leyfa akstur á 125cc mótorhjóli.

Aflmeiri mótorhjól

Mótorhjólapróf á stærri bifhjól

A2 - réttindi

Mótorhjól.

Aldurslágmark: 19 ára.

Ökunemi tekur bóklegt bifhjólanámskeið og verklega tíma hjá ökukennara. Ferlinu lýkur síðan með bóklega og verklegu prófi. Þessi réttindi leyfa akstur á mótorhjóli allt að 35 kW. Aðili með þessi réttindi getur síðar fengið réttindi á bifhjól í réttindaflokknum A þegar hann/hún hefur öðlast tveggja ára reynslu í A2-réttindaflokknum. Aðilar sem vilja taka A-réttindin og eru nú þegar með tveggja ára reynslu með A2 þurfa einungis að standast verklegt próf.

Full bifjólaréttindi

A - réttindi

Mótorhjól

Aldurslágmark: 21 ára eða 24 ára.

Þessi réttindi veita leyfi til að aka öllum mótorhjólum.

Almennt ferli: Ökunemi tekur bóklegt bifhjólanámskeið og verklega tíma hjá ökukennara. Almennt aldurslágmark er 24 ára og lýkur ferlinu með bóklegu og verklegu prófi.

Ef þú ert með tveggja ára reynslu með A2 - réttindi: Ökunemi þarf einungis að standast verklegt próf.

Heyrðu í mér ef þú vilt vita meira um bifhjólaprófið.

S: 777 5200

Einnig má finna nánari upplýsingar um ökuréttindin má finna á síðu Samgöngustofu.

Upplýsingar um ökukennarann má finna neðst á forsíðunni.